Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Fjöreggið 2011


Myllan hlaut Fjöregg MNÍ 2011 á Matvæladegi MNÍ.

Í upphafi ráðstefnu MNÍ afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og formaður dómnefndar, Pétri Smára Sigurgeirssyni og Iðunni Geirsdóttur frá Myllunni Fjöregg MNÍ.

Fjöreggið er verðlaunagripur, hannaður af Gleri í Bergvís og er veittur er á hverjum matvæladegi fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla eða næringar. SI hafa gefið gripinn frá upphafi.  

Í dómnefndinni sátu, auk Orra, Gunnþórunn Einarsdóttir, matvælafræðingur hjá Matís, Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og Áslaug Guðrúnardóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu.  

Fimm tilnefningar fengu sérstaka umfjöllun af því að þær þóttu skara fram úr fjölda ábendinga sem barst til keppninnar. 

Myllan var tilnefnd fyrir framleiðslu og markaðssetningu á trefjaríkum samlokubrauðum. Trefjaneysla á Íslandi er mun minni en ráðlagt er en brauð er meðal bestu trefjagjafa sem völ er á.

Niðurstaða dómnefndar var sú að Myllan væri verðugur handhafi Fjöreggsins í ár. Myllan hefur unnið markvisst að því að auka framboð trefjaríkra brauða á markaði hérlendis og veitt gott innlegg í neikvæða umræðu um brauð. Þá er Myllan með virka og framsækna heilsustefnu sem felst m.a. í því að draga úr notkun á salti, sykri og mettaðri fitu í afurðir fyrirtækisins.





MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.