MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Fj÷reggi­ 2016


Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af SI frá upphafi, í yfir 20 ár.
  
Fjöregg MNÍ 2016 var afhent á Matvæladaginn 20.október en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið á Matvæladaginn við hátíðlega athöfn.  

Fjöreggsnefnd MNÍ 2016 skipuðu:

Guðjón Gunnarsson
Gunnþórunn Einarsdóttir
Karl Gränz
Ragnheiður Héðinsdóttir 

Í dómnefnd Fjöreggsins 2016 sátu:
Almar Guðmundsson,  framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Grímur Ólafsson, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
Lilja Rut Traustadóttir, næringarfræðingur og gæðastjóri hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri
Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri hjá Vakandi.

Að þessu sinni hlaut Matís ohf. og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands verðlaunin. 

TILNEFNINGAR 2016
Mikill fjöldi tilnefninga barst undirbúningsnefnd fyrir veitingu Fjöreggsins. Tilnefnd voru fyrirtæki, framleiðsluvörur, upplýsingaveitur um matvæli og næringu og einstaklingar.
Fimm aðilar voru tilnefndir til Fjöreggsins 2016 og voruð það:

Eimverk ehf: Fyrir árangursríkt frumkvöðlastarf við framleiðslu og markaðssetningu á sterku áfengi úr íslensku hráefni.
Fisherman: Fyrir að flétta saman sögu, matvæli og ferðamennsku á nýstárlegan hátt
Kaldi bruggsmiðja: Fyrir brautryðjendastarf á sviði bruggunar á handverkssbjór og árangursríkrar markaðssetningar
Matís ohf. og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands: Fyrir árangursríkt samstarf um rannsóknir og kennslu á sviði matvælafræði  
Norður og co: Fyrir Norðursalt
MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.