MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Eldri dagar


2006: Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun

Matvæladagur MNÍ 2006 var haldinn föstudaginn 20. október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Efni dagsins var öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun. Efnt var til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu héldu fyrirlestra. Dagskráin var frá kl 12:30-17 á Hótel Loftleiðir Reykjavík.

Tímasetning Matvæladagsins var valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar.

Í byrjun dagsins var "Fjöregg MNÍ" afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Guðrún Adolfsdóttir hlaut fjöreggið 2006 fyrir námskeiðin Borðum betur sem vakið hafa verðskuldaða athygli.

Ráðstefnugögn
Myndir
Matur er mannsins megin (5,5 MB)

Fyrirlestrar á pdf-formi:


2005: Stóreldhús og mötuneyti

Matvæladagur MNÍ 2005 var haldinn föstudaginn 14. október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Efni dagsins í ár var "Stóreldhús og mötuneyti." Efnt var til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu héldu fyrirlestra. Dagskráin var frá kl 12:30-17 á Grand Hótel Reykjavík. 

Tímasetning Matvæladagsins var valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar. Í fundarhléi var äFjöregg MNÍ" afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík.  Alcan á Íslandi hlaut Fjöregg MNÍ 2005.

Dagskrá
Myndir 
Matur er mannsins megin (3,8 MB)

Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Mary-Ann Sorensen - The challenge of being a leader of a large scale kitchen in a hospital or nursing home
Sara-Mari Jonsson - Foodservice in Swedish hospitals
Jórlaug Heimisdóttir, Lýðheilsustöð - Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
Valentína Björnsdóttir, Móðir náttúra - Gott veganesti
Olga Mörk Valsdóttir, Sláturfélag Suðurlands - Hollt í hádeginu
Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur - Skólamáltíðir - komnar til að vera
Hildur Atladóttir, Alcan á Íslandi - Fyrirbyggjandi viðhald - heilsuátak hjá ISAL
Guðný Jónsdóttir, sóltúni - Hjúkrunarheimilið Sóltún, eldhúsrekstur

2004: Rannsóknir á sviði matvæla- og næringarfræði

Matvæladagurinn 2004 var haldinn á Nordica hotel föstudaginn 15. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var Rannsóknir á sviði matvæla- og næringarfræði. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Dr. Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala - háskólasjúkrahús.

Dagskrá - Myndir - Matur er mannsins megin (ath. 6 MB)

Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Dr. Arne Astrup (KVL):
The optimal diet to fight the obesity epidemic (4940 KB)
Dr. Inga Þórsdóttir og Guðjón Þorkelsson
Rannsóknanám í matvæla- og næringarfræði við HÍ og SEAFOODPlus (1118 KB)
Hólmfríður Sveinsdóttir
Mikilvægi trypsína í fóstrum og lirfum Atlantshafsþorsks (Gadus morhua) (1719 KB)
Ása Guðrún Kristjánsdóttir
Ávaxta- og grænmetisneysla ellefu ára skólabarna og foreldra þeirra (448 KB)
Dr. Magnús Guðmundsson
Áhrif háþrýstings á matvæli (1076 KB)

2003: Breytingar á mataræði - hvað býr að baki?

Matvæladagur MNÍ 2003 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Breytingar á mataræði - hvað býr að baki?" Fjöreggið að þessu sinni hlaut Pottagaldrar fyrir kryddvörulínu sína og markaðssetningu á henni. Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir ritaði samantekt matvæladags 2003.

Dagskrá - Afhending fjöreggs - Myndir - Matur er mannsins megin (1427 KB)
Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Dr. Laufey Steingrímsdóttir, Lýðheilsustöð:
Frá plokkfiski til pítsu - menningarlegt heljarstökk við eldhúsborðið (576 KB)
Dr. Tim Lobstein, International Obesity Task Force:
Food policies and the communication of non-communicable disease (3704 KB)
Sveinbjörg Halldórsdóttir, Rannsóknastofu í næringarfræði:
Áhrif skóla og foreldra á mataræði barna (968 KB)
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, Osta- og smjörsölunni:
Fituminna fæði - feitara fólk (343 KB)
Brynhildur Briem, Neytendasamtökunum:
Hinn ráðvillti neytand (103 KB)
Kristinn Ólafsson, IMG:
Erum við eins? (733 KB)

Stefán Vilhjálmsson, kjötmatsformaður, lét ekki sitt eftir liggja þó hann kæmist ekki á matvæladaginn og sendi í tölvupósti tilbrigði við gamla matvæladagslimru:

Matvælafleipur og flím
fellt hef í stuðla og rím,
en sitja verð heima
um sumblið að dreyma
og ráðvillta Brynhildi Briem.

2002: Matvælaeftirlit - horft til framtíðar

Matvæladagur MNÍ 2002 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 18. október. Þátttaka var mjög góð að vanda, 128 gestir. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Matvælaeftirlit - horft til framtíðar". Til máls tóku bæði fulltrúar frá eftirlitsaðilum og fyrirtækjum og sköpuðust líflegar umræður í lok fyrirlestra. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Rannsóknaþjónustan Sýni.

Dagskrá - Pallborðsumræður - Glósur Stefáns - Myndir - Matur er mannsins megin (776 KB)

2001: Matur - hollusta - pólítík

Matvæladagur MNÍ 2001 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 19. október. Þar var meðal annars fjallað um þróun matvöruverðs, áhrif stjórnvalda á verðlag, hvernig lífsstíll tengist neysluvenjum, og stefnum íslenskra stjórnvalda og WHO í manneldismálum. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Kaffitár fyrir líflegt kaffi, vandaðar vörur, vöruúrval og markaðssetningu.

Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns - Myndir

2000: Örugg matvæli

Matvæladagur MNÍ 2000 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 13. október. Þar var rætt um tíðni og útbreiðslu matarsjúkdóma á Íslandi, traust neytenda og þau stjórntæki í fyrirtækjunum sem tryggja eiga örugg matvæli. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Mjólkursamlag KEA fyrir KEA skyr.

Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns - Myndir

1999: Offita

Matvæladagur MNÍ 1999 var haldinn í þingsal A að Hótel Sögu föstudaginn 15. október. Umfjöllunarefni dagsins var þróun og tíðni offitu á Íslandi, afleiðingar hennar og meðferð, sem og þróun í matvælavinnslu með tilliti til "léttari" afurða. Fjöregið að þessu sinni hlaut Svínaræktarfélag Íslands fyrir aukin gæði og lækkað verða á svínakjöti.

Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns

1998: Matur og umhverfi

Að þessu sinni var matvæladagurinn haldinn á Akureyri. Rætt var um umhverfismál og matvælaiðnað, lífræna ræktun, sorp og umhverfisstaðla. Útgerðarfélag Akureyringa fékk fjöreggið fyrir fullvinnslu á lífrænum úrgangi.

Dagskrá

1997: Matvæli á nýrri öld

Umræðuefni matvæladagsins að þessu sinni var nýfæði og markfæði ásamt líftækni við matvælaframleiðslu og þeim lögum og reglum sem í undirbúningi/gildi eru. Fjöreggið að þessu sinni féll Lýsi hf. í skaut fyrir Krakkalýsi.

Dagskrá

1996: Vöruþróun og verðmætasköpun

Rannsóknir og vöruþróun voru til umfjöllunar að þessu sinni, auk þróunarkostnaðar, markaðssetningar erlendis, líftíma vöru og áhrifa smásala. Sláturfélag Suðurlands hreppti fjöreggið að þessu sinni fyrir vöruþróun.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.