Hver ræður hvað þú borðar?
Þekking á matvælum, upplýsingar og val
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélagsins 2007 var haldin þriðjudaginn 16. október. Efni dagsins var "Þekking á matvælum, upplýsingar og ábyrgð - Hverjir bera ábyrgð á fæðuvali þjóðarinnar?". Efnt var til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu héldu fyrirlestra. Dagskráin var frá kl 12:30-17 á Grand Hótel og var Inga Þórsdóttir, prófessor í Matvæla- og næringarfræðiskori, fundarstjóri ráðstefnunar.
Í byrjun dagsins afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra "Fjöregg MNÍ" en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Áslaug Traustadóttir hlaut fjöreggið 2007 fyrir að auka áhuga ungs fólks á matargerð, með nýstárlegum aðferðum.
Dagskrá Matvæladags
Myndir
Matur er mannsins megin 2007 (5 MB)
Ráðstefnurit
Fyrirlestrar á pdf-formi:
Eftirtaldar nefndir unnu að undirbúningi dagsins:
Framkvæmdanefnd Matvæladags 2007 skipa:
Guðrún Ólafsdóttir
Steinar Aðalbjörnsson
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Alfons Ramel
Ritnefnd fyrir "Matur er mannsins megin" 2007 skipa:
Jónína Stefánsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
Elín Búadóttir
Hrund Erla Guðmundsd.
Sesselja María Sveinsdóttir
Verðlaunanefnd fyrir Fjöregg 2007 skipa:
Valgerður Ásta Guðmundsd.
Harpa Hlynsdóttir