1999 - Svínaræktarfélag Íslands fyrir aukin gæði og lækkað verð á svínakjöti
Svínaræktarfélag Íslands hlaut Fjöregg MNÍ 1999 fyrir að hafa unnið skipulega að því að gera svínakjöt aðgengilegra fyrir neytendur. Markvissar ræktunaraðgerðir og kynbætur skiluðu sér í fituminna kjöti og aukinni afurðasemi. Aukin afurðasemi svínastofnsins og hagræðing í rekstri búa skilaði þeim árangri að verð til neytenda stórlækkaði. Félagið gaf út á prenti ítarlegt kynningarefni um merðferð kjötsins og matreiðslu auk þess stóð félagið fyrir útgáfu á fjölbreyttum uppskriftum.
1998 - Útgerðarfélag Akureyringa fyrir fullvinnslu á lífrænum úrgangi
Útgerðarfélag Akureytinga hlaut Fjöregg MNÍ 1998. Dómnefndin taldi það lofsvert að fyrirtækið nýtti allan lífrænan úrgang sem til féll. Allir þorskhausar og dálkar voru hirtir og þurrkaðir hjá Laugafiski í Reykjadal, karfahausar og bein voru hökkuð og seld í refafóður til Danmerkur. Öllu roði var safnað og það selt til gelatínframleiðslu í Kanada. ÚA tók ásamt fleiri fyrirtækjum þátt í verkefninu hreinni framleiðslutækni og nýtti sér þá hugmyndafræði áfram í störfum sínum. Fullvinnsla á lífrænum úrgangi, nýjar vinnsluaðferðir og vöruþróun voru allt liðir í þeirri stefnu fyrirtækisins að renna traustari stoðum undir landsvinnsluna.
1997 - Lýsi hf fyrir Krakkalýsi
Á matvæladegi 1997 hlaut Lýsi hf. Fjöregg MNÍ fyrir vöru sína Krakkalýsi. Krakkalýsi var árangur af þróunarstarfi Lýsis hf. Lýsið var unnið á sérstakan hátt þannig að magn A- og D-vítamína varð hæfilegur fyrir börn. Í ráðlögðum dagskammti af Krakkalýsi var einnig meira af ómega-3- fitusýrum en í venjulegu lýsi, en þær eru taldar hafa margvísleg jákvæð áhrif á vöxt og viðgang ungviðis. Flöskurnar voru litlar sem gerir það að verkum að varan nýttist upp á stuttum tíma þ.e.a.s. átti aldrei að vera gömul. Merkingar á umbúðum voru vandaðar, einfaldar og aðgengilegar, bæði hvað varðar innihald og notkunarleiðbeiningar.
1996
Sláturfélag Suðurlands fyrir vöruþróun
1995
Manneldisráð Íslands fyrir útgáfu fræðsluefnis um manneldismál
1994
Mjólkursamsalan í Reykjavík fyrir Fjörmjólk
1993
Emmessís fyrir Ísnál