Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Matvæladagur 2009


Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldin fimmtudaginn 15. október 2009 á Grand Hóteli við Sigtún. Ráðstefna dagsins fjallaði um matvælaframleiðslu og gjaldeyrissköpun. Flutt voru sjö erindi þar sem matvælaframleiðslan var greind og gerð var grein fyrir möguleikum á nýrri framleiðslu og gjaldeyrissköpun. Þátttakendur voru rúmlega 90. Fundarstjóri var Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Nýlands. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra setti ráðstefnuna.

Í byrjun ráðstefnunnar afhenti Ragnheiður Héðinsdóttir  "Fjöregg MNÍ" en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Beint frá býli hlaut Fjöregg MNÍ 2009 fyrir að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vaxandi heimavinnslu þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar er höfð að leiðarljósi.

Dagskrá Matvæladags 2009
Matur er mannsins megin 2009 (8 MB)
Myndir

Fyrirlestrar á pdf formi:


Matvælaframleiðsla, hrunið og auðlegð þjóðarinnar - Þórólfur Matthíasson, prófessor, Háskóla Íslands

Innlend matvælaframleiðsla - verðmætasköpun sem bragð er að - Laufey Steingrímsdóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands

Matvæli úr sjó og gjaldeyristekjur - Kristján Hjaltason, ráðgjafi

Hlutur matvælaiðnaðar í efnahagslífinu
- Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
 
Verðmæti í sérstöðunni og hollustunni - Inga Þórsdóttir prófessor og Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent, Háskóla Íslands
 
Lífefni úr íslenskri náttúru: Ný tekjulind - Hörður Kristinsson, sviðsstjóri, Matís ohf.




MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.