Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Fjöreggið 2009





Beint frá býli hlaut Fjöregg MNÍ 2009 fyrir að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vaxandi heimavinnslu þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar er höfð að leiðarljósi.


Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn, sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík

Fjöreggsnefndin valdi fimm tilnefningar til Fjöreggsins sem þóttu skara fram úr og voru þær lagðar fyrir dómnefnd sem í sátu fimm valinkunnir einstaklingar og fræðimenn.  Í ár eru þær: Beint frá býli ? Félag heimavinnsluaðila, Mjólkursamsalan, Ólafur Eggertsson kornbóndi á Þorvaldseyri, Sölufélag garðyrkjumanna og Síldarvinnslan Neskaupstað.

Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá býli tók við verðlaununum en í umsögn dómnefndar segir: ?Vinnsla og sala á matvælum beint frá býli til neytenda miðar að því að auka sóknarfæri til fjölbreyttari og vaxandi heimavinnslu þar sem öryggi og gæði framleiðslunnar eru höfð að leiðarljósi. Heimavinnsla tengist mjög ferðaþjónustu og kröfum neytenda um fjölbreyttara vöruúrval og nýja þjónustu.?

Beint frá býli var með kynningu á nokkrum af þeim vörum sem eru í boði frá félagsmönnum. Boðið var uppá  nautakjöt frá Hálsi í Kjós, sultur frá Örnólfsdal í Borgarfirði,  rjómaís frá Holtseli í Eyjafjarðarsveit, tvíreykt sauðahangikjöt frá Hellu í Mývatnssveit og lífrænt ræktað bankabygg og grænmeti frá Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Og er hægt að segja með sanni að þessar vörur hafi vakið verðskuldaða athygli.

Einnig voru aðrir aðilar sem voru tilnefndir með kynningu á sínum vörum




MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.