MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
MatvŠladagur 2012


Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands var haldinn þriðjudaginn 16. október 2012 á Grand Hótel Reykjavík. Með innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar ESB er lögð aukin áhersla á ábyrgð framleiðenda á matvælaöryggi. Matvælaeftirlit skal jafnframt byggjast á áhættumati. Fyrr á árinu var mikil umræða í fjölmiðlum og víðar í tengslum við ákveðin mál sem upp komu í eftirliti í matvælaiðnaði og urðu uppspretta vangaveltna og umræðna um öryggi matvæla á Íslandi. Í framhaldi af því taldi MNÍ að þörf væri fyrir ábyrga umræðu og aukna fræðslu til allra þeirra sem koma að slíkum málum og valdið því matvælaöryggi og neytendavernd sem yfirskrift Matvæladagsins með von um að leggja með því sitt af mörkum til  uppbyggilegra umræðna á opinberum vettvangi. Megininntak dagsins þetta árið var áhættumat í matvælaframleiðslu og eftirliti, ábyrgð framleiðenda og neytenda sjálfra á meðhöndlun matvæla. Einnig var rætt um ábyrgð fjölmiðla í umfjöllun um matvæli og markaðssetningu þeirra.
 
Í upphafi ráðstefnunnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins "Fjöregg MNÍ" en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn en hann var hannaður og framleiddur af Gleri í Bergvík. Að þessu sinni hlaut Gróðrarstöðin Lambhagi Fjöregg MNÍ fyrir ræktun á salati og kryddjurtum.

Dagskrá Matvæladags

Myndir
Matur er mannsins megin 2012 (15 MB)

Fyrirlestrar:

Upplifun neytandans; Hverju á maður að trúa? - Brynhildur Pétursdóttir, Fulltrúi, Ritstjóri Neytendablaðsins

Áhættugreining og matvælaöryggi - Jón Gíslason, Forstjóri Matvælastofnunar (MAST)

Matvælaöryggisstofnun Evrópu, hlutverk í áhættumati og samstarfi ríkja - Dr. Stef Bronzwaer, MD, MPH, PhD, Yfirmaður Advisory Forum & Scientific Cooperation deildar Matvælapryggisstofnunar Evrópu

Þekking og ábyrgð matvælafyrirtækja - Valgerður Ásta Guðmundsdóttir, Ráðgjafi Rannsóknarþjónustan Sýni ehf.

Þekking og ábyrgð matvælafyrirtækja - 
Jón Magnús Jónsson, Bústjóri Reykjum

Þekking og ábyrgð matvælafyrirtækja - 
Heiða Björg Hilmisdóttir, Deildarstjóri 

Ofnæmis- & sérfæði - Öryggi alla leið
Fríða Rún Þórðardóttir, Næringarráðgjafi, Eldhús - Matsalir, Landspítali.

Upplýsingaflæði til neytenda - Ingibjörg Gunnarsdóttir, Prófessor í næringarfræði HÍ

Ábyrgð fjölmiðla og fyrirtækja, viðbrögð við áföllum og krísum - Þorsteinn G. Gunnnarsson, Almannatengill hjá Kom
Neytandinn,

Síðasti hlekkurinn - Jónína Stefánsdótti, Fagsviðsstjóri, Matvælastofnun.
MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.