MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Fj÷reggi­ 2013
Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði, hlaut í gær Fjöregg MNÍ. Laufey var tilnefnd til verðlaunanna fyrir mikilvægt starf í þágu rannsókna, kennslu og uppfræðslu á sviði næringarfræði. Hún er í hugum margra Íslendinga „næringarfræðingur Íslands“ enda verið í virk á vettvangi næringarfræðinnar í áratugi. Laufey hefur meðal annars unnið mikilvægt frumkvöðlastarf við setningu íslenskra manneldismarkmiða og ráðlegginga um mataræði og næringu. Hún er vísindamaður sem unnið hefur ötullega að því að koma niðurstöðum vísindarannsókna, bæði sinna eigin og annarra, til almennings á fjölbreyttan hátt.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið í gær á Matvæladegi MNÍ en efni Matvæladagsins í ár fjallaði einmitt um nýjar áherslur í ráðleggingum um mataræði og næringarefni.

Aðrir tilnefndir voru:

 

Friðheimar

Friðheimar í Bláskógabyggð eru tilnefndir fyrir framúrskarandi, skemmtilega og fræðandi kynningu á afurðum sínum til gesta og gangandi. Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar og gúrkur allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum. Fjölskyldan tekur á móti um 40 þúsund gestum á ári, sýnir þeim hvernig ræktunin gengur fyrir sig og gefur að smakka á afurðunum. Gestirnir geta líka tekið með sér heim matarminjagripi úr tómötum og gúrkum. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum.

 

Frú Lauga

Verslunin Frú Lauga er tilnefnd fyrir að gera vörur beint frá býli, aðgengilegar fyrir höfuðborgarbúa. Í versluninni, sem opnaði árið 2009, er lögð mikil áhersla á gæði og rekjanleika og þar eru fáanlegar vörur frá fjölda íslenskra bænda. Verslunin Frú Lauga hefur orð á sér fyrir að vera skemmtilegur sveitamarkaður í miðri borg. Að auki er hægt að fá sælkeravörur frá Ítalíu og Englandi í versluninni.

 

Matarsmiðjur Matís

Matarsmiðjur Matís eru tilnefndar fyrir að aðstoða nýja matvælaframleiðslu í litlum skala. Í Matarsmiðjum Matís býðst einstaklingum, frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum tækifæri til að stunda vöruþróun og hefja smáframleiðslu á matvælum gegn vægu leigugjaldi. Þannig spara þeir sér fjárfestingu í dýrum tækjabúnaði strax í upphafi rekstrar. Með þessu gefst einstakt tækifæri til að prófa sig áfram bæði við framleiðsluna og á markaði. Sérstök áhersla er á uppbyggingu í tengslum við staðbundin matvæli og matarferðaþjónustu.

 

Saltverk

Saltverk er tilnefnt fyrir framúrskarandi íslenska nýjung á matvælamarkaði, hágæða vöru sem er unnin á umhverfisvænan hátt. Saltverk er frumkvöðlafyrirtæki, stofnað 2011, sem byggir á gamalli saltgerðarhefð sem á rætur sínar að rekja til Reykjaness

við Ísafjarðardjúp. Hið heita hveravatn á Reykjanesi er nýtt í alla þætti framleiðslunnar; forsuðuna, saltkrystalgerðina og þurrkunina.


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.