Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldinn miðvikudaginn 16. október 2013 á Grand Hótel Reykjavík. Matvæladagurinn var að þessu sinni helgaður umfjöllun um nýjar norrænar ráðleggingar um mataræði og næringarefni (NNR2012) sem nýlega voru kynntar í Kaupmannahöfn.Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ,kynnti nýju norrænu ráðleggingarnar, tilurð þeirra og áherslur. Ráðleggingarnar eru ekki mikið breyttar frá því sem verið hefur, þó er meiri áhersla á mat úr jurtaríkinu, sem er trefjaríkur frá náttúrunnar hendi t.d. grænmeti ávexti og heilkornavörur. Svigrúm til neyslu á fitu er aukið lítillega en mikil áhersla lögð á gæði bæði fitu og kolvetna, þ.e.a.s. ráðlagt að neyta ómettaðrar fitu frekar en mettaðrar fitu og að neyta heilkorns fremur en fínunninna kolvetna. Bryndís Eva Birgisdóttir og Þórhallur Ingi Halldórsson, dósentar við HÍ fjölluðu um gæði þessara næringarefna. Laufey Steingrímsdóttir, fjallaði um mun á íslenskum og erlendum ráðleggingum sem helgast fyrst og fremst af legu landsins og veðurfari og því að mataræði Íslendinga er að nokkru leyti frábrugðið mataræði annarra þjóða. Að lokum fjölluðu Elva Gísladóttir, verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis, Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun og Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri Mjólkursamsölunnar um hagnýtingu ráðlegginga um mataræði og næringarefni í daglegu lífi. Elva fjallaði um næringu í heilsueflandi verkefnum Embættis landlæknis, Zulema um upptöku Skráargatsins hér á landi og Björn um hagnýtingu mataræðisráðlegginga í mjólkuriðnaði.
Í upphafi ráðstefnunnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins "Fjöregg MNÍ" en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn en hann var hannaður og framleiddur af Gleri í Bergvík. Að þessu sinni hlaut Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ, Fjöreggiðfyrir sitt mikilvæga starf að rannsóknum, kennslu og uppfræðslu á sviði næringarmála.
Dagskrá Matvæladags
Matur er mannsins megin 2013
Fyrirlestrar:
Nýjar norræar ráðleggigar - Tilurð og nýjar áherslur - Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Rannsóknastofu í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og LSH
Kolvetni - Mjallhvít eða vonda stjúpan - Bryndís Eva Birgisdóttir, Dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands og starfar á Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og LSH
Fita - Hugleiðingar um nýjar ráðleggingar - Þórhallur Ingi Halldórsson, dósen og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ
Íslenskar og erlendar ráðleggingar um mataræði - hver er munurinn? - Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við Rannsóknastofu í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og LSH
Næring í heilsueflandi verkefnum - Elva Gísladóttir, verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis
Skráargatið - Verður einfalt að velja hollara? - Zulema Sullca Porta, Matvælastofnun
Horft í gegnum skráargatið: Um hagnýtingu mataræðisráðlegginga í mjólkuriðnaði - Björn S. Gunnarsson, Vöruþróunarstjóri MS