Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
MNÍ
Um félagið
Stjórn og nefndir
Umsókn
Félagslíf
Fræðslufundir
Matvæladagur
Matvæladagur 2017
Matvæladagur 2018
Matvæladagur 2016
Matvæladagur 2015
Matvæladagur 2014
Matvæladagur 2013
Matvæladagur 2012
Matvæladagur 2011
Matvæladagur 2010
Matvæladagur 2009
Matvæladagur 2008
Matvæladagur 2007
Eldri dagar
Matur er mannsins megin
Matur er mannsins megin
Fjöreggið
Fjöreggið 2016
Fjöreggið 2015
Fjöreggið 2014
Fjöreggið 2013
Fjöreggið 2012
Fjöreggið 2011
Fjöreggið 2010
Fjöreggið 2009
Fjöreggið 2008
Fjöreggið 2007
Fjöreggið 2006
Fjöreggið 2000-2005
Fjöreggið 1993 -1999
Fjöreggið 2017
Hópar MNÍ
Matvælahópur
Næringarhópur
Næringarrekstrarhópur
Nám
Matvæla- og næringarfræðideild
Ráðstefnur
Ráðstefnur 2017
Ráðstefnur 2016
Ráðstefnur 2015
Fréttir
Greinar & pistlar
Fundargerðir
Myndaalbúm
Tenglar
Aðildarumsókn
Ráðgjöf & þjónusta
Matvæladagur 2015
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands 2015 var haldinn á Hótel Sögu fimmtudaginn 15. október. Um 120 manns sóttu daginn og tóku virkan þátt í skoðana skiptum um málefni dagsins.
Dagurinn var að þessu sinni helgaður umfjöllun um hvaða þekkingu við höfum um efnin í matnum okkar og aðkallandi þörf á gagnagrunnum og viðhaldi þeirra. Undir lokin var efni dagsins dregið saman og samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að styðja við mikilvægi starfsemi ÍSGEM. Sjá ályktunina í heild sinni neðst á þessari síðu.
Á Matvæladeginum 2015 var megin markmiðið að velta upp helstu vandkvæðum við það að vita nákvæmlega hvaða efni séu í fæðunni okkar eins og titill dagsins ber með sér; Hvaða efni eru í matnum? Vitum við það? Brýn þörf á gagnagrunnum og viðhaldi þeirra.
Lögð var áhersla á að gefa sem skýrasta mynd af því hvernig staðan er í Evrópu, á Íslandi og hvaða möguleikar eru nú til staðar til að vinna með íslenskan næringarefnagrunn.
Eftir ávarp og setningu nýs formanns MNÍ, Laufeyjar Steingrímsdóttur bauð Jónína Stefánsdóttir, fundarstjóri gesti velkomna. Dr. Siân Astley þjálfunar og samskiptastjóri frá EuroFir AISBL reið á vaðið og fjallaði um sameiginlegan evrópskan næringarefnagrunn. Hún sagði fyrst frá breska gagnagrunninum en hann sem var fjármagnaður af stjórnvöldum og samtökum matvælaframleiðenda. EuroFir verkefnið er svo Evrópuverkefni og fjármagnað með Evrópustyrk. Hún fór í gegnum sögu gagnagrunnsins og fjallaði um að hlutirnir þróuðust svo hratt að þessir gagnagrunnar væru orðnir að hluta til úreltir um leið og þeir væru gefnir út. Hún fjallaði líka um að gagnagrunnurinn væri ríkisstyrktur en einnig hafi ýmis samtök (t.d. eggjaframleiðendur) styrkt grunninn. Í dag eru 28 ríki aðilar að grunninum og starfa undir lögum EU Regulation No. 1169/2011. Hún talaði líka um gríðarlegt mikilvægi þess að hafa nákvæma og vel uppfærða gagnagrunna út frá ýmsum sjónarhornum. Næst á mælendaskrá var Ólafur Reykdal, matvælafræðingur og verkefnastjóri MATÍS, sem hefur verið aðalhvatamaður að íslenskum næringarefnagrunni og hefur séð um ÍSGEM frá stofnun eða 1977. ÍSGEM er íslenskur gagnagrunnur um efnainnihald matvæla og er uppistaða í mörgum næringar útreikniforritum sem notuð eru, bæði til rannsókna, í stofnunum og hjá iðnaðinum.
Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands fór i gegnum mikilvægi ÍSGEM og að það væri beinlínis grunnur um efnainnihald lykill að heilsu Íslendinga. Að til að þekkja á eigin líkama þurfa öll skólastig að vita hvaða efni eru í matnum okkar.
Katrín Guðjónsdóttir, lífefnafræðingur hjá Matvælastofnun talaði um mikilvægi þess að til væri gagnagrunnur um aðskota- og eiturefni en hann er ekki enn til heldur eru öllum upplýsingum safnað saman á blöð og sett í einfalt skjalakerfi. Á eftir Katrínu ávarpaði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- og landbúnaðarráðherra samkomuna.
Eftir kaffihlé var komið að hápunkti dagsins þegar Fjöregg MNÍ var afhent og hlaut Móðir Jörð þessa eftirsóknarverðu viðurkenningu fyrir ræktun og vöruþróun afurða úr jurtaríkinu á lífrænan hátt og eru þeir vel að viðurkenningunni komnir. Móðir Jörð ræktar og framleiðir hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Hjá fyrirtækinu er lögð mikil áhersla er á að þróa afurðir úr nánasta umhverfi. Dæmi um vörur á markaði eru fjórar úrfærslur af byggi, kornblöndur og kex, sýrt og sultað grænmeti, sultur og ber. Eygló Björk Ólafsdóttir tók við verðlaununum. Aðrar tilnefningar voru;
Matur og drykkur fyrir að kynna íslenskar matarhefðir á nýstárlegan hátt. Matur og drykkur er nýlegur veitingastaður sem byggir á gömlum íslenskum hefðum í matargerð. Á veitingastaðnum eru gamlar og góðar uppskriftir sameinaðar besta fáanlega hráefni með nýstárlegum hætti. Íslenska eldhúsinu er gert hátt undir höfði, en með nútímalegri nálgun.
Búrið (Eirný Sigurðardóttir): Fyrir skemmtilega og nýstárlega nálgun á íslenska sælkeramarkaðnum. Búrið hefur verið í fararbroddi við að skapa vettvang fyrir smáframleiðendur til að efla sína framleiðslu og fjölbreytileika í vöruúrvali.
Skólar ehf. (Ólöf Kristín Sívertsen): Fyrir að hafa heilsueflingu að leiðarljósi við rekstur leikskóla. Fyrirtækið rekur 5 heilsuleikskóla í jafnmörgum sveitarfélögum og hefur frá upphafi (árið 2000) haft heilsueflingu að leiðarljósi undir einkunnarorðunum „heilbrigð sál í hraustum líkama“.
Skaftafell Delicatessen (Klaus Kretzer): Fyrir að framleiða sælkeravörur úr kindakjöti úr Öræfum. Vörurnar eru framleiddar án aukefna og hafa náð vinsældum meðal sælkera og unnið til verðlauna fyrir matarhandverk bæði innan lands og erlendis.
Eftir afhendingu Fjöreggsins var komið að kynningu á notkun hinna ýmsu forrita sem nýttu sér ÍSGEM til sinna útreikninga. Það var Vigdís Stefánsdóttir, næringarrekstrafræðingur frá eldhúsi-matsal Landspítalans og fjallaði im AIVO 2000, Helga Sigurðardóttir næringarfræðingur hjá Reykjavíkurborg sem fjallaði um notkun allra skóla Reykjavíkurborga á Timian vefnum, Lilja Rut Traustadóttir meistaranemi í næringarfræði sem útskýrði fyrir okkur LABAK gagnagrunninn sem Landsamtök bakarameistara nýta sér og svo kom Rúnar Ingibjartsson sem fjallaði um gagnagrunn í matvælaframleiðslu hjá Nóa Siríus en þar er hann gæðastjóri. Að lokum voru stuttar kynningar á Timian vefnum og Foodoit sem nýtti sér stærðfræðilega aðferð, bestun við að komast að því hvaða næringarefni hver einstaklingur þarf að borða á hverjum degi. Báðir þessir nýta sér ÍSGEM gagnagrunninn í sínum útreikningum.
Dagskrá
matvæladags MNÍ 2015
Matur er mannsins megin
2015
Fyrirlestrar:
It is surprisingly difficult to describe a tomato
- Dr. Siân Astley, EuroFIR AISBL training and
communications manager
Hvers konar fyrirbæri er ÍSGEM
- íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla - Ólafur Reykdal matvælafræðingur og verkefnastjóri MATÍS
Gagnagrunnur um efnainnihald matvæla (ÍSGEM)- lykill að heilsu Íslendinga
- Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands
Gagnagrunnur um aðskota- og eiturefni, hvar er hann?
Katrín Guðjónsdóttir lífefnafræðingur, Matvælastofnun
AIVO 2000 og tengslin við ÍSGEM
- Vigdís Stefánsdóttir, næringarrekstrarfræðingur Eldhús-Matsalir LSH
Timian vefurinn hjá Reykjavíkurborg
- Helga Sigurðardóttir næringarfræðingur Reykjavíkurborg
Labak gagnagrunnurinn
- Lilja Rut Traustadóttir, mastersnemi í næringarfræði. Gæðastjóri Gæðabakstur
Gagnagrunnur í matvælaframleiðslu
- Rúnar Ingibjartsson gæðastjóri hjá Nói Síríus
Reikni- og næringarforrit óskast, hvað er í boði? Timian vefurin
n -Rafn Benedikt Rafnsson, framkvæmdastjóri Timian
Bestun matardagbóka og lausnir fyrir mötuneyti og matsölustaði
- Sigurður Gestsson,
framkvæmdastjóri Foodoit
Virðingarfyllst, framkvæmdanefnd MNÍ dagsins 2015
Brynhildur Briem
Fríða Rún Þórðardóttir
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
Hrafnhildur Stephensen
Jónína Stefánsdóttir
Ályktun
matvæladags MNÍ 2015
Til baka
Efst á síðu
Á DÖFINNI
Skoða dagatal
Matvæladagur MNÍ
2019
BMI
Fjölmiðlar
sérfræðingalisti
Ráðgjöf
Matur
er mannsins megin
Greinasafn
MNÍ
Um félagið
Stjórn og nefndir
Umsókn
Félagslíf
Fræðslufundir
Matvæladagur
Matvæladagur 2017
Matvæladagur 2018
Matvæladagur 2016
Matvæladagur 2015
Matvæladagur 2014
Matvæladagur 2013
Matvæladagur 2012
Matvæladagur 2011
Matvæladagur 2010
Matvæladagur 2009
Matvæladagur 2008
Matvæladagur 2007
Eldri dagar
Fjöreggið
Fjöreggið 2016
Fjöreggið 2015
Fjöreggið 2014
Fjöreggið 2013
Fjöreggið 2012
Fjöreggið 2011
Fjöreggið 2010
Fjöreggið 2009
Fjöreggið 2008
Fjöreggið 2007
Fjöreggið 2006
Fjöreggið 2000-2005
Fjöreggið 1993 -1999
Fjöreggið 2017
Hópar MNÍ
Matvælahópur
Næringarhópur
Næringarrekstrarhópur
Nám
Matvæla- og næringarfræ...
Ráðstefnur
Ráðstefnur 2017
Ráðstefnur 2016
Ráðstefnur 2015
MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík |
Sími 863 6681 |
Netfang:
mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á
D10 Vefbúnaði
. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.