MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
MatvŠladagur 2017


Matvæladagurinn 2017 var haldinn 12. október á Fosshóteli Reykjavík, Þórunnartúni 1. Yfirskrift dagsins var Næring og heilsa á Íslandi – rannsóknir og samfélag. Eins og fyrri ár var ráðstefnan vel sótt, en alls voru 93 skráðir, auk þeirra sem komu til að taka við viðurkenningum vegna tilnefninga til Fjöreggsins.

Það voru næringarfræðingar úr félaginu sem höfðu veg og vanda af ráðstefnunni í þetta sinn og var framkvæmdahópur dagsins skipaður fulltrúum frá öllum helstu stofnunum og deildum sem stunda rannsóknir í næringarfræði á Íslandi og vinna að heilsueflingu á sviði næringar, þ.e. Embætti Landlæknis, Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ.

Ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár var ráðstefnan haldin bæði fyrir og eftir hádegi, og var boðið upp á möguleika að skrá sig aðeins hálfan dag fyrir heldur lægri þátttökugjald. Reyndin varð sú að aðeins tveir þátttakendur völdu þann möguleika, langflestir skráðu sig allan daginn. Efni ráðstefnunnar var líka yfirgripsmikið svo ekki veitti af heilum degi, þ.e. kynning á helstu rannsóknarstarfsemi og lýðheilsuverkefnum í næringarfræði á Íslandi. Rannsóknir í næringarfræði hafa eflst mjög undanfarin ár, rétt eins og rannsóknir í matvælafræði sem kynntar voru á matvæladegi 2016.  Breyttar áherslur Matvæladags endurspegla því fyrst og fremst breytingar á starfsemi þessara fræðigreina og aukna áherslu á rannsóknir og framhaldsnám.

Fjöreggið, viðurkenning félagsins og Samtaka iðnaðarins fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla- eða næringar var afhent að venju, og það hlaut að þessu sinni Grímur kokkur, fyrir fjölbreyttar og heilsusamlegar vörur unnar úr íslensku sjávarfangi og grænmeti. Grímur kokkur hefur einnig lagt mikið upp úr vöruþróun og hefur m.a. verið í samstarfi við Matís.

Blaðið Matur er mannsins megin kom út i tilefni dagsins að venju. Í þetta sinn var blaðið eingöngu gefið út á vefnum og án nokkurra auglýsinga. Það er því um að gera að deila blaðinu sem víðast, því efnið er fjölbreytt og á erindi til margra.

Dagskrá Matvæladags og ppt kynningar flestra fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan. (Athugið að ekki gátu allir fyrirlesarar veitt leyfi fyrir birtingu kynninganna vegna óbirtra niðurstaðna)

Fyrir hönd stjórnar MNÍ og framkvæmdahóps Matvæladags,

Laufey Steingrímsdóttir

Dagskrá Matvæladags 2017
Matur er mannsins megin 2017

Fyrirlesarar:
  Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra setur Matvæladag 2017

  Laufey Steingrímsdóttir:  Matur í þátíð og nútíð (pdf)

  Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir: Heilsueflandi samfélög og vöktun á mataræði. (pdf)

  Ragnheiður Júníusdóttir: Heilsuefling og heimilisfræði í skólum. (pdf)

  Ingibjörg Gunnarsdóttir: Næring og geðheilsa. Næring fyrstu 1000 daga lífsins og heilsa síðar á ævinni.

  Bryndís Eva Birgisdóttir. ADHD-getur næringarmeðferð hjálpað?

  Steingerður Ólafsdóttir: Matur í barnaefni og miðlanotkun barna.

  Elísabet Margeirsdóttir: Matarumhverfi við íþróttaiðkun barna.

  Jóhanna Eyrún Torfadóttir:  Tengsl mataræðis á unglingsárum við heilsufar síðar á lífsleiðinni.

  Ólöf Guðný Geirsdóttir:  Næringarástand aldraðra, í heimahúsum, stofnunum og sjúkrahúsum.

  Framtíðarrannsóknir í næringarfræði - erum við á réttri leið.

Sjá myndir frá Matvæladeginum 2017 undir Myndaalbúm

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.